Leiðbeiningar fyrir og eftir meðferðir
PRF Blóðflöguríkt Fíbrin
Fyrir meðferð:
Hafa meðferðarsvæði hreint og án farða eða hármótunarvara
Forðasr að mæta í ljósum klæðnaði (Það getur alltaf óvart blóð farið í fatnað)
Forðast að taka vítamín og lyf sem valda blóðþynningu (Omega 3, íbúfen, áfengi)
Eftir meðferð:
Strax á eftir meðferð:
Forðist snertingu: Reynið að forðast að snerta meðhöndlaða svæðið fyrstu klukkutímana eftir meðferðina.
Engin förðun: Ekki nota förðun á meðhöndlaða svæðið í að minnsta kosti 24 klukkustundir. Fyrstu dagana er gott að forðast þungan farða, helst að nota léttan farða án aukaefna.
Forðist svita: Forðist æfingar og aðra virkni sem veldur miklum svita í 24-48 klukkustundir eftir meðferðina.
Dagarnir eftir meðferð:
Hreinsun: Hreinsið húðina varlega með mildu, lyktarlausu hreinsiefni. Forðist að nota sterk hreinsiefni eða exfoliants. Ef PRF er sett í hársvörð þá aðeins nota milda sápu. Fara varlega í hárbustun fyrstu dagana á eftir þar sem hársvörðurinn er viðkvæmur og þarf að jafna sig.
Raki: Nota góðan raka reglulega. Forðist vörur sem innihalda ilmefni, retínól eða önnur ertandi efni.
Sólarvörn: Notið sólarvörn með háum SPF (30 eða hærra) daglega, jafnvel þó það sé skýjað. Forðist beint sólarljós eins mikið og hægt er fyrstu vikuna eftir meðferðina.
Engin förðun: Það er almennt mælt með því að forðast að nota förðun fyrstu 24-48 klukkustundirnar. Ef þörf krefur, notið þá aðeins vörur sem eru mildar og án ertandi efna.
Viðbrögð sem geta komið fram:
Rauð húð: Það er eðlilegt að húðin sé rauð og bólgin í 1-3 daga eftir meðferðina. Þetta svipar til vægs sólbruna.
Þurrkur og flögnun: Húðin getur orðið þurr og byrjað að flagna nokkrum dögum eftir meðferðina. Þetta er eðlilegt og merki um að húðin er að endurnýja sig.
Viðkvæmni: Húðin getur verið viðkvæm fyrstu dagana. Forðist að nota sterk efni eða exfoliants á þessu tímabili.
PRF í hársvörð: Búast má við að hársvörðurinn sé rauður og viðkvæmur. Gott að nudda varlega til þess að dreifa PRF jafnt. Sumir upplifa mildan höfuðverk og þrýsting sem fer daginn eftir meðferð.
PRF
Blóðflöguríkt fíbrin
PRF blóðflöguríkt fíbrín er vökvi sem er fenginn úr eigin blóði einstaklingsins. PRF örva frumustarfsemi, nýmyndun kollagens og æða. Vinsældir PRF fara vaxandi bæði í læknisfræði og fegrunargeiranum.
PRF meðferð er notuð á ör, endurnýjar húðina, fjarlægir fínar línur og stinnir lausa húð. Þykkir hár, endurheimtir hárvöxt. Einnig er hægt að búa til Bio fyllingu með PRF.
Áhættan er sáralítil þar sem ekki er notast við neina aukaefni, einungis blóð úr manneskjunni sem sjálf gengst undir meðferðina.
Bio fylling / EZ gel
Bio fylling eða EZ Gel er háþróuð meðferð og kærkomin lausn fyrir þá sem kjósa að nota ekki hefðbundið fylliefni. Bio fylling er eitthvað sem innan fárra ára verður á allra vitorði.
Notast er við hluta blóðsins sem er ríkt af albúmíni (prótein), sá hluti er síðan hitaður þar til ákveðið efnahvarf verður og myndar stöðugt gel, því er svo blandað við PRF til þess að búa til Bio fyllingu sem býr yfir kostum PRF en einnig náttúrlegt fylliefni sem endist frá 3-6 mánuði og er að endurnýja vefinn allan tímann.
Bio fylling er fullkomið fyrir þá sem vilja ekki hefðbundið fylliefni, en viðhalda og endurheimta æskuljóma án aukaefna.
PDO þræðir
PDO þræðir (Polydioxanone) eru unnir úr saumum sem hafa verið notaðir í læknisfræði í meira en 40 ár, því er vitað mikið um öryggi þeirra. Þeir eyðast að fullu á 4-12 mánuðum (fer eftir þykkt og gerð)
Til eru PDO þræðir sem eru notaðir til þess að lyfta húðinni sem gefur sjáanlegan árangur strax og er oft kallað andlitislyfting án skurðaðgerða. Þræðir sem eru fínni og valda því minna inngripi en örva endurnýjunarferli húðvefsins.
Fylliefni
Hefur verið ein af vinsælli fegrunarmeðferðum síðustu ára. Fylliefnið er búið til úr Hýalúronsýru sem er unnin á þann hátt að hún endist í nokkra mánuði og er staðbundin þar sem fylliefninu er sprautað.
Fylliefni eru notuð til þess að fylla upp í fínar og djúpar línur í andliti, móta andlitslínur eins og að skerpa á kjálkalínu og kinnbeinum, stækka og móta varir.
Fylliefni sem Húðfylling notar eru viðurkennd og innihalda Hýalúrónsýru í gelformi sem bindur vatn í húðinni, gefur henni fyllingu, lyftir og eykur þéttleika.
Rakameðferð
Skinboosterar eins og Ítölsku verðlaunaefnin Profhilo® og Seventy Hyal 2000 eru nýjasta kynslóð Hýalúrónsýru. Hún gefur raka, ljóma, dregur úr einkennum öldrunar og þreytu, eykur vefjaörvun með örvun framleiðslu kollagens og elastíns. Húðin verður þannig heilbrigðari og fallegri.
Sýrumeðferð/ PRX-T33
Mikill árangur, lítið inngrip!
PRX-T33 er nýtegund TCA sýra. Vinnur djúpt í húðinni og örvar endurnýjun fruma í leðurhúðinni án þess að valda skaða á yfirborðinu.
Með því að setja súrefnissameind í PRX-T33 næst að koma í veg fyrir að yfirborðið flagni ekki þrátt fyrir að virknin nái til leðurhúðarinnar.
Frábær meðferð við örum, litabreytingum, vægum rósroða, grófri, og þreytri húð, dregur úr öldrun húðarinnar og gefur henni ljóma, þéttleika og heilbrigði.
Vinsælt hjá þeim sem ekki eru vanir húðfegrunarmeðferðum.