Fylliefni
Fylliefni (dermal fillers) eru áhrifarík og náttúruleg fegrunarmeðferð sem hefur notið mikilla vinsælda. Meðferðin er notuð til að bæta samhverfu, gefa fyllingu og skerpa útlínur andlitsins.
Algengar notkunaraðferðir fylliefna eru:
Varir: Til að auka fyllingu og móta lögun.
Línur og hrukkur: Til að mýkja eða fjarlægja grunnt og djúpt línur.
Ör: Til að minnka útlit örvefs.
Kinnbein, kjálkalína og haka: Til að móta og skerpa útlínur.
Baugar undir augum: Til að draga úr þreytumerkjum.
Fylliefni eru gerð úr hýalúrónsýru (hyaluronic acid), náttúrulegu efni sem finnst í líkamanum og stuðlar að unglegu útliti húðarinnar. Með aldrinum minnkar framleiðsla hýalúrónsýru, en fylliefni í gelformi hjálpa til við að endurheimta raka, fyllingu og þéttleika húðarinnar.
Öll fylliefni sem notuð eru í meðferðum okkar eru viðurkennd, örugg og vegan.
Hveru lengi endast fyllingarefni?
Endingartími fylliefna er einstaklingsbundinn og fer eftir ýmsum þáttum, svo sem: Aldri, Efnaskiptahraða, Hvar fylliefnið var sprautað, Gerð fylliefnis sem notað var
Fylliefni í kinnbeinum eða kjálkalínu hafa tilhneigingu til að endast lengur en í vörum, þar sem svæðið er minna hreyfanlegt. Yfirleitt er árangur sjáanlegur í 6 mánuði til 18 mánuði, en í sumum tilfellum getur hann varað enn lengur.
Er meðferðin örugg?
Húðfyllingar eru almennt örugg meðferð, svo framarlega sem þær eru framkvæmdar af hæfum fagaðila sem fylgir nauðsynlegum varúðarráðstöfunum.
Helstu öryggisþættir:
Notkun viðurkenndra fylliefna, eins og hýalúrónsýru, sem hægt er að leysa upp ef þörf krefur.
Rétt framkvæmd til að forðast hættu á fylgikvillum.
Mögulegar áhættur:
Ein alvarlegasta áhættan er ef fylliefnið fer inn í æð, sem getur valdið stíflu og skertu blóðflæði til ákveðinna svæða. Þetta er sjaldgæft en getur haft alvarlegar afleiðingar ef ekki er brugðist rétt við.
Þess vegna er lykilatriði að velja sér meðferðaraðila með þekkingu á líffærafræði andlitsins, Reynslu og færni til að bregðast við óvæntum aðstæðum, Notkun öruggra vinnubragða og gæðaefna.
Með réttri aðgát er meðferðin örugg og skilar frábærum árangri.
Kostir og gallar við húðfyllingar
Kostir:
Árangurinn er sjáanlegur strax.
Meðferðin tekur stuttan tíma og bataferlið er fljótlegt.
Meðferðin er ekki varanleg, sem gerir hana aðgengilega fyrir þá sem vilja prófa án skuldbindingar.
Húðfyllingar geta veitt ferskara útlit, dregið úr þreytumerkjum og aukið fyllingu á náttúrulegan hátt, ef framkvæmdin er rétt.
Gallar:
Hýalúrónsýra, sem binst vatni í líkamanum, getur valdið vökvasöfnun (einnig kallað "puffy face") ef of mikið efni er notað eða það er sprautað á rangan hátt. Þess vegna er mikilvægt að velja reyndan fagaðila.
Eftir meðferðina getur komið fram mar, bólga og eymsli, sem þó ganga yfir á stuttum tíma.
Cannúla
Í mörgum tilfellum er notast við cannúlu við húðfyllingu, sérstaklega á viðkvæmum svæðum eins og undir augun þegar fylling eða biofylling er sett á það svæði.
Cannúla er mun öruggari aðferð en að notast við beitta nál, sérstaklega á áhættusvæðum eins og undir augum. Cannúla er með ávölum enda í stað beittum eins og hefðbundin nál. Í stað þess að skera æðar eða taugar þá ýtir hún þeim frá og þess vegna verða áverkarnir mun minni. Cannula er einskonar rör, lengd þeirra geta verið allt að 50 mm og því þarf mun færri stungur (oft bara eina). Þetta gerir það að verkum að cannúla dregur úr mari og bólgum og kemur í veg fyrir að efni sprautast inn í æð
Eftir meðferð
Eftir fyllingu er algengt að það sjá roða, bólgur og mar á meðferðarsvæðinu. Bólgan fer að mestu á fyrstu þremur dögum en getur varað allt að 10 dögum. Að kæla svæðið eins fljótt og unnt er getur dregið verulega úr bólgumyndun.Til að draga úr óþægindum er mælt með eftirfarandi:
Kæling: Kædu svæðið eins fljótt og mögulegt er. Notaður kaldan bakstur í 10 mínútur á klukkustunda fyrsta daginn ef hægt er.
Forðastu hita: Ekki fara í gufubað, ljós, hot yoga eða aðstæður þar sem líkamshitinn hækkar.
Snerting: Ekki snerta eða nudda meðferðarsvæðið fyrst eftir meðferð
Áfengi: Forðastu áfengisneyslu bæðið fyrir og eftir meðferð.
Sól: Forðast sólböð og nota sólarvörn til að verja húðina
Líkamleg áreynsla: Forðast mikla líkamlega áreynslu fyrstu 24 klst eftir meðferð. Bólgur og hár púls fara ekki saman. Ef þú ert bólgin, taktu því rólega.
Frunsur: Ef einstaklingur er gjarn á að fá frunsur er gott að taka frunsutöflur til þess að fyrirbyggja.