Rakameðferð

Hýalúrónsýra (Hyaluronic acid)

Eitt af því sem gerir húðina unglegt, fersklegt og heilbrigt útlit er hýalúrónsýra,  sem er náttúrulegt efni sem finnst víðsvegar í vefjum líkamans. Hýalúrónsýra er sameind sem elskar vatn og hefur getu til að halda þúsundum sinnum þyngd sinni af vatni. 

Flestir sem hafa kynnt sér eitthvað um innihald húðvara þekkja vel til hýalúrónsýru. Með nútíma tækni er hægt að vinna hana þannig að hún haldist á sama stað í nokkra mánuði líkt og fylliefni gera (crosslinked)  eða eins og Profhilo® sem endist í 30 daga, hefur eiginleika að dreifast vel í stað þess að vera á ákveðnum stað og gefur því heildrænan árangur.

Rakasprautur

  • Auka teygjanleika og uppbyggingu húðarinnar

  • Gefur ljóma

  • Gefur húðinni sléttari áferð

  • Dregur úr fínum línum og hrukkum. 

  • Gefur mikinn raka

Gott að hafa í huga

  • Mælt er með tveimur eða fleirri skiptum með 4ja vikna millibili

  • Sjáanlegur árangur meðferðinnar tekur tíma

  • -Hyalorinic sýran endist í 28 daga eftir meðferð

  • Rakasprautur örva nýmyndun kollegens og elstín

  • Hámarksárangur sést 2-3 mánuðum eftir annað skiptið

  • Sjáanlegur árangur í 6-12 mánuði 

Fyrir hverja hentar meðferðin?  

  • Þeim sem eru með þurra húð

  • Þeim sem eru með húð sem er þunn og skrælin

  • Hentar öllum aldursflokki, en einstaklingar 35 ára og eldri fá oft meiri árangur þar sem geta okkar til þess að halda í raka minnkar með aldrinum. 

  • Meðferðarsvæði eru til dæmis andlit, hendur, háls osfrv. 

Þær rakameðferðir sem eru í boði eru hjá Húðfyllingu eru Profhilo®  og Seventy Hyal 2000

Hver er munurinn á Profhilo®  og Seventy Hyal 2000?

Verðlaunaefnið Profhilo®  er án efa þekktasti rakameðferðin sem er sprautað undir húð. Notast er við BBA tækni eða 5 punkta tækni (sjá frekari útskýringu um Profhilo®  neðar á síða)

Profhilo®  er sú vara sem er með með einum hæsta styrk HA á markaðnum (64mg/2ml). Endist í 28 daga í húðinni og á þeim tíma á sér stað örvun á 4 mismunandi tegundum af kollageni og elastíni meðfram hægfara losun HA.

Profhilo® hentar:

  • Einstaklingum um fertugt og eldri

  • Vinnur dýpra og þar af leiðandi betur til þess fallið til að bæta uppbyggingu húðvefsins.

  • Áhrifaríkar í að draga úr merkjum öldrunar

  • Það tekur lengri tíma að sjá árangur en árangurinn sjáanlegur í allt að 12 mánuðum eftir meðferð

  • Varan inniheldur mesta styrk hyaloronic sýru á markaðnum

Profhilo® ​

 Undraefni sem hefur hlotið verðlaun. Á skömmum tíma hefur það náð að skjótast upp á toppinn meðal fegrunarmeðferðir, og ekki að ástæðulausu.

Profhilo® er nýjasta kynslóð hýalúrónsýru (HA) í sprautanlegu formi og hefur hæsta styrk HA sem til er á markaðnum 64 mg / 2 ml. Það er unnið á sérstakan hátt sem gefur því frábæra eiginleika.

Þó að Profhilo® sé Hyalúrónsýra er það ekki „fylliefni“, í stað þess að gefa fyllingu á ákveðin svæði eins og varir, kinnbein osfrv. dreifist það jafnt og þétt og gefur jafnan raka um andlitið.Efninu er sprautað inn á 5 stungustöðum á hvorri hlið andlitsins, en einnig hægt að nota á háls og líkama.Virkni Profhilo® felst í þvi að það byggir upp húðina með náttúrulegri vefjaörvun á framleiðslu kollagens og elastíns.

Tíu atriði sem gott að vita um Profhilo® 

  1. Profhilo® endurbætir húðina. Hannað fyrir einstaklinga sem vantar fyllingu og teygjanleika. Meðferðin er minniháttar inngrip, ekki varanleg. 

  2. Profhilo® gefur húðinni raka en hvetur einnig til nýmyndun kollagens og elastíns.. 

  3. Profhilo® er sprautað undir húðina á 5 stöðum á hvorri hlið. (Einnig hægt að setja í hálssvæði og á líkamann.)

  4. Það er sérstaklega árangursríkt við að meðhöldna þau svæði sem þar sem húðin byrjar að lafa og verða slöpp. 

  5. Það líða nokkrir dagar þar til að sýnilegur árangur sést, ástæðan er Profhilo® örvar líkamann til þess að framleiða sjálfur uppbyggingar efni sem tekur skiljanlega tíma. 

  6. Mælt er með tveimur meðferðum með 4ja vikna millibili, eftir það á 6 mánaðar fresti til þess að viðhalda árangrinum.

  7. Vegna þess hvernig Profhilo® er hannað, virkar það frekar sem rakagjafi frekar en fylliefni og er því frábært fyrir húð sem er byrjuð að eldast og sýna þreytumerki. Profhilo® gefur búst og bætir áferð húðarinnar.  

  8. Profhilo® er hentar einstaklingum 30 ára og eldri. 

  9. Meðferðin tekur 15-20 mínútur. Batatími er nánast enginn og flestir finna lítið fyrir einkennum eftir meðferðina.

  10. Verðlaun fyrir að vera besta varan í Evrópu  í sprautanlegu formi árið 2016. (Aesthetic Industry Awards). 

Seventy hyal 2000

  • Er ódýrari vara

  • Vinnur grynnra og/eða á efra lagi húðarinnar

  • Hentar vel þeim sem eru yngri og vilja fá ljóma, vanta raka og draga úr þreytueinkennum

  • Árangurinn sést mjög fljótt

  • Hentar í þeim tilfellum þar sem Profhilo® myndi ekki nýtast að fullu

Aukaverkanir

  • Það getur myndast mar

  • Getur myndast litlir hnúðar á ísprautunarstað sem fara yfirleitt á 4-6 klst en geta varað í allt að sólarhring. 

  • Sleppa farða klukkustund eftir meðferð

  • Sleppa líkamsrækt samdægurs 

 

Við erum til húsa að…

Hamraborg 1
200, Kópavogur

Opið
Mánudaga –Föstudaga
10am–6pm

Sími

7705797

Pantaðu tíma í dag.