PRF- Blóðflöguríkt Fíbrin
Vinsælustu PRF meðferðirnar
Örnálameðferð (vampírumeðferð)
Hárendurnýjun (Hair restoration)
Sprautað undir húð
PRF er einfalt, Skilvirkt og 100% Náttúrlegt
Hvetur nýmyndun kollagens og nýmyndun æða
Vinnur á örum og slitum
Vinnur á bólum og dregur úr grófleika húðar
Endurnýjar húðina/hárið
Fjarlægir fínar línur, þéttir og stinnir lausa húð
Lítið inngrip
Bætir áferð, jafnar húðlit og vinnur á litabreytingum
Þykkir hár og eykur heilbrigði þess
Inniheldur engin aukaefni ólíkt PRP (nánar um mismuninn á PRF og PRP neðar)
Áhætta mjög lítil sem engin. Einstaklingar fljótir að jafna sig.
Hvað er PRF
PRF stendur fyrir ,,Platelet-Rich Fibrin” eða Blóðflöguríkt Fíbrín á íslensku. Það er líffræðilegt efni sem er útbúið úr blóði einstaklingsins sjálfs.
PRF er notað í ýmsum fegrunar og læknisfræðilegum tilgangi vegna þess að það inniheldur hátt magn af vaxtarþáttu, stofnfrumum og frumum sem stuðla að gróanda og endurnýjun vefja
PRF er frábært fyrir yfirborð húðarinnar, sem og undirlag hennar, til þess að endurheimta tapaða fyllingu í andliti, endurvekja og örva virkni hárserkja svo eitthvað sé nefnt.
Langvarandi árangur! PRF meðferð þarf oftast að endurtaka 3-5 sinnum á um það bil 6-8 vikna millibili. Nýmyndun kollagens tekur nokkrar vikur og því getur það tekið allt að 8 vikum að sjá mun á þéttingu húðarinnar. Meðferð með PRF getur veitt langvarandi og náttúrlegan árangur. Með því að byggja upp heilbrigði og þéttni húðar næst langtíma árangur sem einstaklingurinn býr að í framtíðinni og húðin eldist betur.
Hvernig fer meðferðin fram?
Blóð er dregið í blóðglös sem innihalda engin aukaefni eins og segavarnalyf
Blóðglösin eru sett í sérstaka blóðskilunarvél sem snýr þeim á ákveðnum hraða með ákveðnum halla.
Eftir blóðskilunina hefur blóðið aðskilið sig. PRF vökvinn er í efra lagi blóðglasins og er dreginn upp
PRF vökvanum er sprautað aftur í húðina eða honum komið í efsta lag húðarinnar með örnálameðferð (Microneedle)
Þessi meðferð hentar öllum sem vilja fá stinnari, heilbrigðari, ferskari og fallegri áferð á húðinni sem og að fyrirbyggja öldrun
Gott að hafa í huga:
Mælt er með 3-5 skiptum með 4-8 vikna millibil
Sjáanlegur árángur meðferðarinnar tekur tíma
PRF er virkt í tvær vikur (vegna storknunar)
Fyllingin sem kemur strax á eftir meðferð endist í 1-3 vikur (kemur að einhverju leyti tilbaka, en Bio fylling gæti hentað betur til að ná góðri fyllingu)
Vinnur á yfirborði húðarinnar sem og undirlagi hennar
Frábær leið til þess að endurheimta hárvöxt
Afar lítil áhætta er á alvarlegum auakverkunum
Örnálameðferð (The Vampire Treatment)
Örnálameðferð með PRF er öflug meðferð sem sameinar örnálar til að örva náttúrulega gróandaferla húðarinnar með endurnærandi áhrifum. Meðferðin sem Kim Kardashian gerði fræga sem Vampírumeðferð eða The Vampire treatment
Kostir örnálameðferðar með PRF:
Bætir húðáferð: Bætir áferð húðar, dregur úr fínum línum og hrukkum. Bætir útlit öra. Dregur úr litablettum, melasma.
Eykur kollagenframleiðslu: Meðferðin örvar náttúrulega kollagenframleiðslu sem hjálpar til við að þétta og styrkja húðina.
Náttúrulegur gróandi: PRF inniheldur hátt magn af stofnfrumum, vaxtarþáttum og hvítum blóðkornum og vinnur því á sýklum. Afar lítil hætta er á sýkingu og oft gott fyrir húð sem fær bólur.
Fjölhæft: Meðferðin er hentug fyrir ýmsa húðgerðir og getur verið notað á ör, slit, litabletti til að endurbæta húðina. PRF er hægt að nota víðsvegar, þar með talið andlit, háls, og hendur.
Hverjir geta nýtt sér örnálameðferð með PRF?
Flestir sem vilja bæta útlit húðarinnar og auka náttúrulega endurnýjun vefja geta nýtt sér þessa meðferð. Hins vegar er mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðing til að meta hvort meðferðin sé hentug fyrir þína húðgerð og þarfir.
Verð 69.000 ISK
Verð á þremur skiptum 179.000
Hvernig fer PRF örnálameðferð fram:
Örnálameðferð (microneedling) felur í sér notkun á tæki sem inniheldur örfínar nálar sem gerir örfín göt á húðina. Þetta örvar náttúrulega gróandaferla líkamans, þar með talið aukna framleiðslu á kollageni og elastíni. Örnálameðferð með PRF gefur hámarks gróanda og endurnýjun vefja. Rannsóknir sýna einnig að meðferð PRF vinnur einstaklega vel á litabreytingum sér í lagi þegar PRF- örnálameðferð er beitt.
Tækið með örnálunum er rúllað eða stimplað yfir húðina. Nálar stinga húðina og skapa örlítil göt.
PRF er borið á húðina á meðan örnálar fara yfir húðina. PRF smýgur auðveldlega inn í gegnum nýmynduðu götin beint inn í húðina.
Gróandaferli:
PRF hjálpar til við að flýta fyrir og bæta gróandaferlið sem og er sýkingavörn. Húðin verður oft rauð og bólgin í nokkra daga eftir meðferðina, en þessi viðbrögð eru eðlileg og hluti af gróandaferlinu.
PRF sprautað í húð (eða notað cannúlu)
Undir augun, dregur úr bláma og baugum (Hvetur til nýmyndun æða)
Kinnar
Varir
Kjálkalína Þéttir og stinnir húðina
Nef- og munnlínur
Gagnaugað
Örvefur frábært til þess að byggja upp og laga örvef
Verð 69.000 ISK
Verð á þremur skiptum 179.000
PRF Hármeðferð
Stöðvar og/eða bætir upp hármissir
Eykur þykkt og heilbrigði hársins
A.m.k 3 meðferðir með mánaðarlegu millibili
Getur tekið allt að 6 mánuðum að sjá hámarksvöxt
Þolinmæði er lykillinn að árangri
Mælt er með að koma reglulega og viðhalda árangrinum.
Árangur er persónubundinn og ekki hægt segja til um það fyrirfram hvaða árangur næst.
Frábendingar: Þegar hársekkir hafa orðið fyrir varanlegum skemmdum eins og í sumum tilfellum af blettaskalla. Blettaskalli eða Alopecia orsakast vegna sjálfsofnæmi. Alopecia getur verið nonscarring eða scarring. Í því síðarnefnda eru hársekkirnir óstarfhæfir og hafa orðið fyrir varanlegum skemmdum.

Leiðbeiningar fyrir og eftir PRF meðferðir
Almennar frábendingar
Einstaklingar með vandamál eða sjúkdóma tengt blóðflögum,
Einstaklingar með krabbamein eða meinvörp
Virk sýking
Einstaklingar með vandamál tengt blóðstorknun (blæðarar)
Fyrir meðferð:
Hafa meðferðarsvæði hreint og án farða eða hármótunarvara
Forðasr að mæta í ljósum klæðnaði (Það getur alltaf óvart blóð farið í fatnað)
Forðast að taka vítamín og lyf sem valda blóðþynningu (Omega 3, íbúfen, áfengi)
Eftir meðferð:
Strax á eftir meðferð:
Forðist snertingu: Reynið að forðast að snerta meðhöndlaða svæðið fyrstu klukkutímana eftir meðferðina.
Engin förðun: Ekki nota förðun á meðhöndlaða svæðið í að minnsta kosti 24 klukkustundir. Fyrstu dagana er gott að forðast þungan farða, helst að nota léttan farða án aukaefna.
Forðist svita: Forðist æfingar og aðra virkni sem veldur miklum svita í 24-48 klukkustundir eftir meðferðina.
Forðast áfengi á meðan bólgur eru til staðar
Dagarnir eftir meðferð:
Hreinsun: Hreinsið húðina eða hársvörð varlega með mildu, lyktarlausu hreinsiefni. Forðist að nota sterk hreinsiefni eða exfoliants. Ef PRF er sett í hársvörð þá aðeins nota milda sápu. Fara varlega í hárbustun fyrstu dagana á eftir þar sem hársvörðurinn er viðkvæmur og þarf að jafna sig.
Raki: Nota góðan raka reglulega. Forðist vörur sem innihalda ilmefni, retínól eða önnur ertandi efni.
Sólarvörn: Notið sólarvörn með háum SPF (30 eða hærra) daglega, jafnvel þó það sé skýjað. Forðist beint sólarljós eins mikið og hægt er fyrstu vikuna eftir meðferðina.
Förðun: Það er almennt mælt með því að forðast að nota förðun fyrstu 24-48 klukkustundirnar. Ef þörf krefur, notið þá aðeins vörur sem eru mildar og án ertandi efna.
Viðbrögð sem geta komið fram:
Rauð húð: Það er eðlilegt að húðin sé rauð og bólgin í 1-3 daga eftir meðferðina. Þetta svipar til vægs sólbruna.
Þurrkur og flögnun: Húðin getur orðið þurr og byrjað að flagna nokkrum dögum eftir meðferðina. Þetta er eðlilegt og merki um að húðin er að endurnýja sig.
Viðkvæmni: Húðin getur verið viðkvæm fyrstu dagana.
PRF í hársvörð: Búast má við að hársvörðurinn sé rauður og viðkvæmur. Gott að nudda varlega til þess að dreifa PRF jafnt. Sumir upplifa mildan höfuðverk og þrýsting sem fer daginn eftir meðferð.
Hér að neða er farið enn ýtarlega í PRF fyrir þá sem vilja og nenna að lesa nánar og kafa dýpra í virkni PRF
Frh. PRF Hármeðferð!
Ef hárið er farið að þynnast eða staðbundið hárleysi er hægt að ná frábærum árangri með PRF. Algengt er að árangur sjáist ekki fyrr en eftir 3-4 meðferðir, á móti kemur sýna rannsóknir að hátt hlutfall einstaklinga eru sáttir með þann árangur sem næst með PRF meðferð.
PRF örvar og endurvekur hársekkina. Því fyrr sem PRF er notað því meiri árangur næst.
Markmiðið er að koma hárinu úr dvala í endurnýjun og vöxt en einnig að fyrirbyggja að hársekkirnir fari í dvalarfasa. Hársekkir komnir í dvalarfasa í öðru þurfa vaxtarþætti, stofnfrumur og hvít blóðkorn til þess að komast aftur í vaxtarfasa. Þú munt fyrst sjá marktæka minnkun á hárþynningu og hárlos. Næst muntu sjá aukinn hárvöxt.
PRF er notað til þess að endurnýjur frumur og vef líkamans og til þess að virkja ferli gróanda þess vegna er notkun PRF víðtæk í læknisfræði sem í útlitsmeðferðum. Sem dæmi nota tannlæknar PRF til að örva beinvöxt, bæklunarlæknar sprauta PRF í liði, notað á sykursýkissár sérstaklega á fótum, á sýktum svæðum þar sem sýklalyf virðast ekki duga.
PRF er notað á yfirborð húðarinna: örnálapenni (dermapen) er notaður til þess að þrýsta/stimpla PRF vökvanum í efsta lag húðarinnar sem kallast húðþekja, einnig er hægt að sprauta PRF í efra lagið með örfínum og stuttum nálum (mesotherapy) þannig næst að koma PRF aðeins dýpra.
PRF er komið fyrir í leðurhúðina (dermis) þar sem kollagen og elastin þræðir eru myndaðir. Þannig næst að virkja ferla endurnýjunar og viðgerðar.
PRF er sprautað í hársvörðinn til þess að virkja hársekkina.
Þegar líkaminn eldist verða breytingar á starfsemi hans sem draga úr virkni frumanna. Þessar breytingar felast m.a. í að það hægist á endurnýjun húðfrumna sem veldur því að þéttni (kollagen) og teygjanleiki (elastín) húðarinnar minnkar og blóðflæði skerðist og þar af leiðandi flutningur súrefnis til vefja.
Auk þess verður beina- og fiturýrnun og sem veldur því að andlitið missir fyllingu, hrukkur myndast og línur verða dýpri.
Í langflestum tilfellum er tilgangur fegrunarmeðferð sem eru fyrirbyggjandi og draga úr einkennum öldrunar að örva kollagen og elastín framleiðslu. Einnig gegnir raki gríðarlega stóru hlutverki en með aldrinum minnkar geta húðarinnar að halda í raka.
Ástæða þess að notkun PRF er svona víðtæk er vegna þess að það inniheldur stofnfrumur. Stofnfrumur eru ósértækarfrumur líkamans sem taka svo á sig sértækt hlutverk eftir að þeim er komið fyrir á þeim stað sem þeim er ætlað. Til að mynda ef PRF er sprautað í fituvef mun það auka fitufrumur þess svæði, ef því er sprautað þar sem taugafrumur eru örvar það nýmyndun tauga, þess vegna getur PRF aukið og skerpt beinvöxt, bætt fiturýrnun, endurnýjað húðina, endurvakið hárvöxt sem var í dvala.
PRP vs PRF
Í stuttu og einföldu máli þá er PRF mun virkara en PRF og inniheldur blóðflögur ásamt Vaxtarþætti (growth factors) , Stofn frumur og Hvítblóðkorn
Einn stærsti kostur PRF er að í PRP meðferð er notað blóðglös sem innihalda segavarnalyf (sem er m.a þekkt fyrir að draga úr gróanda) sem eru storkuvari en í PRF er engin aukaefni en á móti kemur þarf að nota það strax vegna þess að það storknar mjög fljótt. Fíbrin stendur fyrir F-ið í PRF, en það inniheldur mikið magn af vaxtar og endurnýjunar þáttum, auk hvítum blóðkornum sem gegna mikilvægu hlutverki í endurnýjun húðarinnar sem og eru undirstaða ónæmiskerfisins okkar.
Helsti ávinningur PRF umfram PRP er sá að PRP gefur frá sér vaxtarþætti í nokkra klukkutíma á meðan PRF gefur það frá sér í allt að tvær vikur. Rannsóknir hafa sýnt að því lengur sem vefur er útsettur fyrir vaxtarþáttum er árangurinn meiri.
PRF tekur styttri tíma í blóðskilun og snúningshraðinn er mun hægari. Minni Frumuskaði og stofnfrumur og hvítublóðkornin aðskiljast ekki frá, á meðan stór hluti stofnfrumanna fer á botnin við hærri snúningshraða.
Af því að það er ekki notað segulvarnalyf (kemur í veg fyrir storknun) þá myndast fíbrin eftir að efninu er sprautað inn í húðina. Storknunin sem myndast stuðlar að lengri virkni en í PRP þar sem segulvarnarlyfið hindrar storknun og dregur úr gróanda.
PRF er öruggara þar sem það er ekki notað nein aukaefni
Map data ©2024 Google
Við erum til húsa að…
Hamraborg 1
200, Kópavogur
Opið
Mánudaga –Föstudaga
10am–6pm
Sími