Gígja Skúladóttir

Gígja er menntaður hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem slíkur. Árið 2018 hóf hún störf á sviði fegrunarmeðferða með sérhæfingu í fylliefnum. Upphaflega sinnti hún því starfi samhliða störfum sínum á Landspítalanu, en í dag er hún alfarið starfandi hjá Elexír.

Gígja hefur sótt fjölda sérhæfðra námskeiða á sviði fegrunarmeðferða, meðferð fylliefna, fylliefna undir augun og nef, PDO þráðum PRF og EZ gel (bio fylling). Hún leggur ríka áherslu á símenntun og að halda sér uppfæðri með nýjustu þekkingu, tækni og meðferðaraðferðum til að veita viðskiptavinum sínum gæðaþjónustu.

Yfirlýsing

Nafnið Elexír vísar til hugmyndinnar um  „lífs-elexírinn“ – fornt hugtak fyrir undravökva sem getur læknað allt. Lífs-elexírinn er einnig orð yfir brunn eilífrar æsku.

Hjá Elexír höfum við mikla ástríðu fyrir meðferðum sem vinna með getu líkamans til þess að lækna og endurnýja sig sjálfur. Við leggjum áherslu á að varðveita og efla náttúrulegt útlit viðskiptavina okkar.

Með því að hægja á öldrunarferlinu, draga úr þreytueinkennum, bæta heilbrigði húðar og styrkja grunn húðvefsins, hjálpum við líkamanum að endurnýja sig sjálfur og viðhalda unglegu og heilbrigðu útliti. Þetta á til dæmis við um að örva eða endurvekja hárvöxt, vinna í örum, örva endurnýjun húðar.

 

Staðsetning

Hamraborg 1 200, Kópavogi 4. hæð, gengið er inn ganginn og stofan er á vinstri hönd

Opnunartímar
Mánudaga –Föstudaga
10am–6pm