Bio fylling/ Ez-gel
Bio fylling eða Ez-gel er nýjasta PRF meðferðin nema þar er stigið skrefinu lengra að nota getu eigin líkamans til þess að gera við sig.
Á undnaförnum árum hefur notkun blóðflöguríks fíbríns orðið sífellt vinsælla og ekki að ástæðu lausu en hér má lesa um PRF
Kostir Bio fyllingar
100% Náttúrulegt efni
Dregur ekki til sín vatn eins og hyaluronic sýra.
Eykur blóðflæði (nýmyndun æða) og endurnýjun vef líkamans
Eykur nýmyndun kollegens og elastíns
Dregur úr einkennum öldrunar
Langvarandi árangur
Sama og engin áhætta á ofnæmisviðbrögðum.
PRF er notað sem vörn gegn sýkingum, því veruleg lítil hætta á sýkingu.
Batatími stuttur, 3 dagar algengast
Margir kjósa frekar að nota sínar eigin frumur og magnaða getu líkamans til þess að endurnýja sig í stað hefðbundins fylliefna.
Biofylling eða EZ gel er háþróuð framúrstefnuleg meðferð sem er 100% náttúrleg fyllingi. Hún nýtir sér kosti PRF til endurnýjunar og að virkja viðgerðarferla líkamans. Hægt er að nota Biofyllingu í staðinn fyrir hefðbundinna fylliefna til þess að endurheimta rúmmál, slétta fínar línur.
Lengri virkni PRF með Bio fyllingu
PRF hefur að jafnaði virkni í um tvær vikur. Með því að umbreyta PRF í Biofyllingu er þessi virkni lengd í allt að 3-6 mánuði.
Hvað gerir Bio fyllingu einstaka?
Ólíkt hefðbundnum fylliefnum, sem aðallega innihalda framleidda hýalúrónsýru, er Bio fyllingin unnin eingöngu úr blóðvökva einstaklingsins. PRF-vökvinn, oft nefndur „hið fljótandi gull“, inniheldur hátt magn af vaxtarþáttum, hvítum blóðkornum, blóðflögum og stofnfrumum. Þessir þættir eru lykillinn að því að:
Endurnýja frumur og húð.
Stuðla að viðgerðum og endurnýjun vefja.
Auka náttúrulega kollagenframleiðslu líkamans.
Náttúrulegur valkostur fyrir þá sem vilja fara mildari leið
Þó að hefðbundin fylliefni séu vinsæl er stór hópur fólks sem hugnast ekki að nota þau til þess að ná fram fyllingu hvort sem það er að stækka varir, skerpa línur eða bæta fyrir fitutap í andliti.
Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að fylliefni endast lengur í líkamanum en áður var talið og eiga það að færast úr stað (migration).
Eitt af fylgifiskum ofnotkun fylliefna er svokallað ,,Puffy face” sem stafar af vatnssöfnun vegna hýalúrónsýrunnar. Margir tala um að þeim finnist allir fá sama yfirbragð hjá þeim sem ofnota fylliefni. Eitt af því sem skýrir það er einfaldlega vökvasöfnun sem myndast.
Þetta hefur skapað þörfina fyrir náttúrulegri nálgun og valmöguleika fyrir þá sem vilja ekki nota hefðbundin fylliefni, vilja ekki breyta sjálfum sér en vilja viðhalda æsku húðarinnar.
Fyrir meðferð bio fyllingar:
Forðast að taka inn blóðþynnandi, íbúfen, mörg bólgueyðandi lyf, Omega, lýsi osfrv.
Drekka vel að vatni sama dag (auðveldar blóðtöku)
Reyna að koma með hreina húð og án farða.
Eftir meðferð Bio fyllingar:
Búast má við roða, eymslum, bólgu og marbletti.
Bólga fer oftast á 3 dögum (þroti vegna PRF)
Kæling er talin draga úr virkni PRF en ef bólgur myndast þá er gott að kæla.
Forðast erfiða hreyfingu í 24 klst eftir meðferð.