PDO Þræðir

Hvað er PDO?

PDO er stytting á Polydioxanone, en Polydioxanone saumar hafa verið notaðir í innvortist aðgerðum (t.d hjartaðagerðum) í um 40 ár. Pdo-þræðir eru öruggir og nánast undantekningarlaust valda þeir ekki ofnæmisviðbrögðum. 

Pdo þræðirnir eyðast að fullu innan 6-12 mánaðar, það fer eftir þykkt þráðanna. Þeir skilja ekkert eftir sig nema endurbættan húðvef.  Innsetning þráðanna veldur smávægilegum meiðslum sem leiðir til örvunar á nýmyndun kollagens, bandvefsfruma (fibroblast) og nýmyndun æða. Það að þræðirnir brotna smám saman niður og eru í nokkra mánuði í húðinni verður til þess að örvunin verður talsverð og í lengri tíma. Fullverkun getur tekið 6-8 vikur.

Týpur

Það eru margar stærðir og týpur af PDO þráðum en yfirleitt er þeim skipt niður í tvo meginflokka: Barbed eða víraða og soft eða mjúka/slétta þræði. 

PDO/Barbed 

Eru notaðir til þess að ná fram lyftingu. Þeir eru þykkir og með einskonar krækjum sem krækja í húðina og bókstaflega lyfta henni. Árangurinn er mini-andlitslyfting án skurðaðgerða. 

Pdo lyfting er frábær leið til þess að minnka línur á neðra andliti kjálkalínu, hangandi munnvik, nef og munnlínum.

Fínir þræðir/ Smooth

Þeir eru fínni, ekki með krókum, geta verið snúnir eða tvöfaldir. Örfín nál og mun minna inngrip. Markmiðið er að ná lyftingu með því að auka þéttleika húðarinnar og er því oftast notaðir fleirri þræðir. Endanlegur árangur sést ekki fyrr en eftir 6 til 8 vikur.

Tilvalið fyrir þá sem vilja byggja upp húðina og fyrirbyggja rýrnun kollegens með því að bústa sinni eigin framleiðslu húðarinnar.

Fínu þræðirnir henta oft betur á svæðum þar sem húðin er þynnri eins og háls og bringu. Fínu þræðirnir eru einnig frábærir til að minnka undirhöku, draga úr fitupokum undir augum og í varir. Kosturinn við að setja Pdo í varir umfram fyllingu er að þeir draga ekki til sín vatn líkt og hýalúrónsýran sem getur verið hentugt í sumum tilfellum.

Hvernig fer meðferðin fram?

Þráðurinn er settur inn með langri nál, lausi endi þráðsins er festur við nálina. Innsetningarnálin er gerð af sérstöku járni sem er sveigjanlegt og gefur rými fyrir að stjórna í hvaða átt sé farið. Þegar nálin dregin til baka verður þráðurinn eftir inn í húðinni. 

Meðferðin tekur yfirleitt um 40 til 60 mín, notað deyfing til þess að reyna að draga úr sem mestu óþægindum. 

Mar og bólgur geta komið í kjölfarið og því gott að vera meðvitaður um að fara ekki þegar stór viðburður er framundan. 

Það getur tekið allt að 8 vikur og jafnvel lengur að sjá varanlegan árangur en þá er þegar nýmyndun kollagensins skilar sér í sýnilegum árangri. 

Hvað þarf  að hafa í huga fyrir PDO meðferð?

  • Forðast alkóhól að fremsta megni.

  • Ekki taka inn fæðubótarefni sem innihalda  omega 3, lýsi eða vítamín E þar sem það getur haft blóðþynnandi áhrif og eykur líkur á mari.

  • Ekki taka inn bólgueyðandi lyf eins og íbúfen eða aspirin þar sem eykur líkur á blæðingu og mari.

Hvað þarf að hafa í huga eftir PDO meðferð?

Yfirleitt eru ekki mikil óþægindi vegna fínni þráðanna, hins vegar getur myndast mar þar sem húðrof á sér stað. Það er hægt að finna fyrir mildum óþægindum sem hverfur oftast á nokkrum dögum. 

PDO lyfting er meira inngrip. Bólgur, mar og verkir geta varað fyrstu vikuna á eftir. Óþægindi eins og tog eða erting þegar andlitið er hreyft getur varað í allt að 4 vikur eftir meðferð. 

  • Kæla svæði reglulega fyrstu vikuna ef þú ert með bólgu eða mar.

  • Draga úr andlitshreyfingum fyrst á eftir.

  • Ekki fara í gufu, heitt bað eða sund í 3 daga á eftir. 

  • Sleppa líkamsrækt sem reynir mikið á í viku. 

  • Reyna að sofa á bakinu og forðast allan þrýsting á andlitið.

  • Ekki nota farða helst í 24 klst á eftir.

Barbed vs fínir PDO þræðir

 

Við erum til húsa að…

Hamraborg 1
200, Kópavogur

Opið
Mánudaga –Föstudaga
10am–6pm

Sími

7705797

Pantaðu tíma í dag.