Náttúrulegar lausnir í húðmeðferðum

áður Húðfylling

Meðferðir

  • PRF

    PRF blóðflöguríkt fíbrín er vökvi sem er fenginn úr eigin blóði einstaklingsins. PRF örva frumustarfsemi, nýmyndun kollagens og æða. PRF er frábært fyrir yfirborð húðarinnar, undirlag hennar og til þess að endurvekja og örva virkni hárserkja.

  • PDO

    Eru uppleysanlegir þræðir sem eru settir undir yfirborð húðarinnar. Þetta veitir bæði strax lyftingu og örvar kollagenframleiðslu með tímanum.

    Vel staðsettir þræðir veita lyftingu sérstaklega á miðsvæði og neðra hluta andlits, undir höku og meðfram kjálkalínu.

  • Fylliefni

    Fylliefni úr hýalúrónsýru, náttúrulegu efni sem viðheldur raka og stinnleika húðar, eru notuð til að móta andlit, fylla út eða jafna útlínur. Þau henta vel til að bæta varir, fylla kinnbein og draga úr hrukkum fyrir náttúrulegan og ferskan árangur.

  • Rakameðferð

    Rakameðferð eins og Profhilo® eða​ Seventy Hyal 2000 er húðmeðferð sem notar hýalúrónsýru til að auka raka, bæta teygjanleika og styrkja húðina. Hún vinnur gegn húðslappleika og veitir náttúrulegt og frísklegt útlit án þess að bæta fyllingu.

  • Sýrumeðferð

    PRX-T33 er húðendurnýjandi meðferð sem sameinar virkni sýrupeelinga og húðörvunar án þess að valda húðflögnun. Hún örvar kollagenframleiðslu, bætir áferð og styrk húðarinnar og vinnur gegn öldrunareinkennum, örum og litablettum.

    Lítið inngrip en mikill árangur!

  • Bio Filler/ Ez-Gel

    PRF tæknin, tekin skrefinu lengra: 100% náttúruleg fylling sem er búin til úr eigin blóði einstaklingsins

Fegrunarmeðferðir í öruggu og faglegu umhverfi

Hjá Elexír leggjum við áherslu á að skapa öruggt og notalegt umhverfi þar sem viðskiptavinir okkar fá rými til að tjá sig um óskir og þarfir.

Við bjóðum upp á einstaklingsmiðaðar meðferðir og leggjum áherslu á faglega ráðgjöf þar sem farið er yfir fjölbreytta valkosti sem henta hverjum og einum.

Við hjá Elexír leggjum metnað okkar í að fylgjast með nýjungum í fegrunarmeðferðum, símenntun meðferðaraðila er okkur hjartans mál.

Stofan er útbúin nýjustu tækjum sem notuð eru í þeim meðferðum sem eru í boði og hágæða vörum sem uppfylla ströngustu gæðavottun, til að tryggja öruggar og árangursríkar meðferðir.

Fagleg þjónusta

Allar meðferðirnar eru framkvæmdar af hjúkrunarfræðingi, sem hefur sérþekkingu á fegrunarmeðferðum. Mikil áhersla er lögð á að veita einstaklingnum góðar upplýsingar og fræðslu um meðferð og eftirmeðferð hverju sinni.

Virðing

Hjá Elexír er mikið lagt upp úr því að stuðla að traustu andrúmslofti. Í umhverfi þar sem viðskiptavinum líður vel, fá rými til þess að segja frá væntingum sínum og tjá bæði óánægju sem og ánægju.

Einstaklingsmiðað

Meðferðirnar eru sniðnar að þörfum og óskum hvers og eins. Heildræn nálgun með það að markmiði að bæta útlitið á náttúrlegan hátt.

Umsagnir viðskiptavina